top of page

Saga          kórsins

About the choir 

Dómkórinn annast messusöng í Dómkirkjunni en einnig er fastur liður í kórastarfinu að syngja við ýmsar opinberar athafnir svo sem innsetningu forseta Íslands. Kórinn hefur haldið fjölda tónleika bæði hérlendis og erlendis og hefur verkefnavalið verið fjölbreytt en meðal annars hefur kórinn flutt ýmis stórvirki tónbókmenntanna og má þar nefna Þýska sálumessu Jóhannesar Brahms, Jólaóratoríu Jóhanns Sebastians Bach, Requiem eftir Wolfgangs Amadeus Mozart og Messías eftir Händel. Öll helstu tónskáld Íslands, auk nokkurra erlendra, hafa samið tónverk fyrir kórinn. Í kórnum syngja um fjörutíu manns og hefur hann gefið út nokkra hljómdiska.

Kári Þormar dómorganisti hefur stjórnað kórnum frá árinu 2010.

The Reykjavík Cathedral Choir routinely performs at services and other official occasions at the Reykjavík Cathedral, as well as giving concerts locally and abroad, to critical acclaim. The repertoire is large and diverse, including Brahms´s Deutsches Requiem, Bach´s Christmas Oratorio, Mozart´s Requiem, Händel´s Messiah, Bach’s Passion of St. John and the Requiems of Duruflé and Fauré. The choir´s conductor Kári Þormar studied music in Germany and has been organist at the Reykjavik Cathedral, as well as conductor of the Reykjavik Cathedral Choir, from 2010.

bottom of page