Dómkórinn í Reykjavík
Reykjavik Cathedral Choir
Viðburðir
2023
Dómkórinn og Tríó Sigurðar Flosasonar flytja djassaða dýrðartóna á vortónleikum í Dómkirkjunni þann 17. maí kl. 21:00. Sungin verða kórverk án undirleiks og með undirleik kvartettsins. Flutt verður verkið A little Jazz Mass eftir Bob Chilcott auk verka eftir Duke Ellington og Billy Joel. Einnig verða flutt kórverk án undirleiks eftir Stefán Arason, Auði Guðjohnsen og Hildigunni Rúnarsdóttur. Loks verður frumflutt nýtt verk eftir Sigurð Flosason. Stjórnandi Dómkórsins er Guðmundur Sigurðsson.
Miðaverð er 4.900 kr. Miðar verða seldir á Tix.is
Jón Nordal: Óttusöngvar á vori/Matins in spring
November 24, 2019
Tónleikar Dómkórsins í Hallgrímskirkju. Verk eftir Jón Nordal, Hjalta Nordal og Þorkel Nordal.
Concert in Hallgrímskirkja. Pieces by Jón Nordal, Hjalta Nordal og Þorkel Nordal.
Jólatónleikar Dómkórsins
December 19, 2018
Jólatónleikar Dómkórsins verða haldnir í Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 19. desember kl. 22.
Flutt verða hefðbundin jólalög í bland við ný, erlend sem innlend.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.
The Cahtedral Choir gives it´s annual Christmas concert Wednesday 19th December at 10 p.m. in the Reykjavik Cathedral.
Free entrance.
Northern lights - tónleikar í Hallgrímskirkju / Northern ligthts - concert in Hallgrímskirkja
June 03, 2018
Kórverkið Northern Lights eftir norska tónskáldið Ola Gjeilo túlkar tryllta fegurð norðurljósanna. Það er hluti af fjölbreyttri efnisskrá sem verður flutt á tónleikum Dómkórsins í Hallgrímskirkju 3. júní 2018 kl. 17:00. Á tónleikunum verður einnig flutt Requiem eftir franska tónskáldið Maurice Duruflé ásamt einsöngvurum og orgeli. Önnur verk sem flutt verða eru eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Önnu Þorvaldsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Francis Poulenc, Maurice Duruflé, Eric Whitacre og Ēriks Ešenvalds.
Tónleikarnir eru liður í undirbúningi kórsins fyrir tónleika sem hann heldur í París 10. júní í Saint-Étienne-du-Mont kirkjunni í latínuhverfinu þar sem franska tónskáldið Maurice Duruflé var einmitt organisti.
Stjórnandi: Kári Þormar
Orgel: Steingrímur Þórhallsson
Einsöngur: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran, Jón Svavar Jósefsson baritón og Guðbjörg Hilmarsdóttir sópran.
Miðaverð: 3.500 kr. á Tix.is en 3.000 kr. hjá kórfélögum. Miðar verða einnig seldir við innganginn. Sjá viðburð hér.
The Reykjavík Cathedral Choir - Concert
The choral piece Northern Lights by the Norwegian composer Ola Gjeilo interprets the terrific beauty of the northern lights. It is part of a varied repertoire that will be performed in a concert by the Reykjavík Cathedral choir in Hallgrímskirkja church on June 3rd, 2018 at 5 pm. The choir will also be performing Requiem by the French composer Maurice Duruflé with organ and soloists. The programme also includes pieces by the composers Þorkell Sigurbjörnsson, Anna Þorvaldsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Francis Poulenc, Maurice Duruflé, Eric Whitacre, and Ēriks Ešenvalds.
The choir will repeat the concert in the church of Saint-Étienne-du-Mont in Paris on June 10th, 2018 at 3 pm. The French composer Maurice Duruflé held the post of Titular Organist there from 1929 until his death in 1986.
Conductor: Kári Þormar
Organ: Steingrímur Þórhallsson
Soloists: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzo-soprano, Jón Svavar Jósefsson baritone and Guðbjörg Hilmarsdóttir soprano.
Tickets: ISK 3.500 on Tix.is and ISK 3.000 directly from members of the choir. Tickets will also be available at the entrance. See event here.
Jólin í Dómkirkjunni / The Christmas Season in the Reykjavík Cathedral
December 21, 2017
Jólatónleikar Dómkórsins verða haldnir í Dómkirkjunni í Reykjavík þann 21. desember kl. 22. Hér má sjá viðburð fyrir tónleikana.
Sungin verða hefðbundin jólalög í bland við ný, erlend sem innlend.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.
Dómkórinn tekur þátt í helgihaldi Dómkirkjunnar á jólum og áramótum og er dagskráin eftirfarandi:
Aðfangadagskvöld kl. 18
Jóladagur kl. 11
2. dagur jóla kl. 11
Gamlárskvöld kl. 18
Nýársdagur kl. 11
Dómkórinn will have their christmas concert on the 21st of December at 22:00 in the Reykjavík Cathedral.
They will sing traditional christmas songs together with new pieces.
Admission is free.
Dómkórinn will sing in the offices on Christmas and New year as follows:
24th of December at 18
25th of December at 11
26th of December at 11
31st of December at 18
1st of January at 11
Sálumessur Fauré og Duruflé
November 12, 2017
Dómkórinn flytur sálumessur eftir Gabríel Fauré og Maurice Duruflé á tónleikum í Hallgrímskirkju 12. nóvember næstkomandi. Báðar sálumessurnar eru til í fleiri en einni útgáfu en á tónleikunum verða þær fluttar af kór, tveimur einsöngvurum og við orgelleik. Söngvarar eru: Oddur Arnþór Jónsson barítón syngur í báðum verkunum, Guðbjörg Hilmarsdóttir sópran í Fauré og Hanna Dóra Sturludóttir messósópran í Duruflé. Steingrímur Þórhallsson leikur á orgelið og Inga Rós Ingólfsdóttir á selló í Duruflé. Stúlknaraddir úr Kór Menntaskólans í Reykjavík syngja jafnframt í Duruflé. Stjórnandi er Kári Þormar dómorganisti.
Þessar sálumessur eiga margt sameiginlegt og eitt af því er að þótt – eða kannski vegna þess – að þær eru til þess ætlaðar að minnast látinna er tónlistin blíð, svífandi og falleg. Bæði tónskáld sleppa kaflanum Dies Irae – degi reiðinnar – sem er yfirleitt fastur liður í öllum sálumessum, enda hefur verk Fauré verið kallað vögguvísa um dauðann.
Annað sem þessum verkum er sameiginlegt er að báðir höfundarnir voru franskir. Gabriel Fauré var rúmlega hálfri öld eldri, fæddur 1845, en Maurice Duruflé 1902, Fauré fulltrúi rómantísku stefnunnar en Duruflé alinn upp í gregorískum söng sem hann neyddist kannski til að nútímavæða í anda módernismans. Þrátt fyrir ýmis líkindi eru verkin samin á afar ólíkum tímum. Fauré semur sína sálumessu á árunum 1887-90 þegar nokkuð friðvænlegt er í kringum hann, en Duruflé byrjar á sinni í lok seinni heimsstyrjaldar með sprengjudrunurnar ferskar í kollinum og lýkur henni 1947.
Dómkórinn stendur reglulega fyrir flutningi á ýmsum stórum kórverkum en áður hefur kórinn staðið fyrir flutningi á ýmsum stórum kórverkum svo sem Sálumessu Mozarts, Messíasi eftir Händel og nú síðast Jóhannesarpassíunni eftir J.S. Bach í apríl á þessu ári.
Aðgangseyrir er 3.900 kr. Miðar eru seldir hér.
The Cathedral Choir with soloists Oddur Arnþór Jónsson baritone, Hanna Dóra Sturludóttur mezzo soprano and Guðbjörg Hilmarsdóttir soprano will be performing Fauré's and Duruflé's Requiem. Steingrímur Þórhallsson organist, Inga Rós Ingólfsdóttir, cellist and members of the Choir of Menntaskólinn í Reykjavík will join them. Conductor is Kári Þormar. The concert will be in Hallgrímskirkja on the 12th of November at 5 pm. Tickets are available here.
May 31, 2017
Dómkórinn í Reykjavík heldur vortónleika sína í Guðríðarkirkju þann 31. maí kl. 20.
Flutt verða verk eftir 7 ung tónskáld, þau Ásbjörgu Jónsdóttur, Birgit Djupedal, Bjarma Hreinsson, Friðrik Margrétar-Guðmundsson, Gylfa Gudjohnsen, Óskar Magnússon og Rögnvald Konráð Helgason sem eru öll meðlimir í Dómkórnum. Auk þess verða flutt verk eftir Báru Grímsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Eriks Esenvalds og Eric Whitacre.
Aðgangur er ókeypis!
Dómkórinn will have their spring concert in Guðríðarkirkja on the 31st of May at 20:00.
They will sing pieces by 7 young composers who all sing in the choir amongst pieces by Bára Grímsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Eriks Esenvalds and Eric Whitacre.
Admission is free!
April 01, 2017
Hér má kaupa miða á viðburðina / Here you can buy tickets to the events.
Dómkórinn ásamt kammersveit og einsöngvurum mun flytja þetta magnaða verk í tvígang í Langholtskirkju dagana 1. og 2. apríl næstkomandi.
Einsöngvarar verða Kristinn Sigmundsson bassi í hlutverki Jesú, Þorbjörn Rúnarsson tenór í hlutverki guðspjallamannsins, Fjölnir Ólafsson baritón í hlutverki Pílatusar, Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Hildigunnur Einarsdóttir alt. Stjórnandi er Kári Þormar.
Jóhannesarpassían sem er eitt af viðameiri verkum sem varðveist hafa eftir Jóhann Sebastían Bach, túlkar á áhrifaríkan hátt frásögn Jóhannesarguðspjallsins af handtöku og krossfestingu Jesú Krists. Í verkinu er texti guðspjallsins fluttur með sönglesi og mögnuðum kórköflum þar sem kórinn túlkar meðal annars ofsa og reiði múgsins eins og Jóhannes lýsir því. Inn á milli hljóma fagrar aríur og sálmar þar sem hin hryggilega atburðarás frásagnarinnar er hugleidd.
Þetta er í fyrsta skipti sem Dómkórinn flytur Jóhannesarpassíuna en áður hefur kórinn staðið fyrir flutningi á ýmsum stórum kórverkum svo sem Sálumessu Mozarts og Messíasi eftir Händel.
The Cathedral Choir with orchestra and soloists will be performing the St. John Passion by J.S. Bach in Langholts church 1st and 2nd April.
Among the soloists is Kristinn Sigmundsson bass in the role of Jesus who for the past 20 years has been one of Iceland’s best known international opera singers. Þorbjörn Rúnarsson tenor will sing the role of the Evangelist. Other soloists are Fjölnir Ólafsson bariton in the role of Pilatus, Hallveig Rúnarsdóttir soprano and Hildigunnar Einarsdóttir alto. Conductor is Kári Þormar.
Jólin í Dómkirkjunni / The Christmas season in the Reykjavík Cathedral
December 04, 2016
Jólatónleikar Dómkórsins verða haldnir í Dómkirkjunni í Reykjavík þann 21. desember kl. 22. Hér má sjá viðburð fyrir tónleikana.
Sungin verða hefðbundin jólalög í bland við ný jólalög og útsetningar eftir meðlimi kórsins. Fluttar verða útsetningar eftir Birgit Djupedal og Sigmund Sigurðarson auk þess sem nýtt jólalag eftir Erlu Ragnarsdóttur og Grétu Sigurjónsdóttur í útsetningu Ásbjargar Jónsdóttur verður frumflutt.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.
Dómkórinn tekur þátt í helgihaldi Dómkirkjunnar á jólum og áramótum og er dagskráin eftirfarandi:
Aðfangadagskvöld kl. 18
Jóladagur kl. 11
2. dagur jóla kl. 11
Gamlárskvöld kl. 18
Nýársdagur kl. 11
Dómkórinn will have their christmas concert on the 21st of December at 22:00 in the Reykjavík Cathedral.
They will sing traditional christmas songs together with new arrangements and pieces by members of the choir. They will sing new arrangements by Birgit Djupedal and Sigmundur Sigurðarson of psalms as well as a new christmas song by Erla Ragnarsdóttir and Gréta Sigurjónsdóttir, arranged by Ásbjörg Jónsdóttir.
Admission is free.
Dómkórinn will sing in the offices on Christmas and New year as follows:
24th of December at 18
25th of December at 11
26th of December at 11
31st of December at 18
1st of January at 11
Tónlistardagar Dómkirkjunnar
October 27, 2016
Tónlistardagar Dómkirkjunnar fara nú fram í 34. skiptið og hefjast þeir 30. október með hátíðarmessu í tilefni af 220 ára vígsluafmæli Dómkirkjunnar, sr. Þórir Stephensen predikar. Dagkráin endar með tónleikum Dómkórsins þar sem frumflutt verða ný verk, sérstaklega samin fyrir kórinn. Hér má líta dagskrána í heild sinni.
30. október kl. 11.00 Messa
31. október kl. 20.00 Sálmasyrpa
1. nóvember kl. 20.30 Ólafur Elíasson leikur Bach Das wohltempierte Klavíer
3. nóvember kl. 18.00 Tónleikar Kórs Menntaskólans í Reykjavík
3. nóvember kl. 20.00 Orgeltónleikar – nemendur Tónskóla Þjóðkirkjunnar leika
6. nóvember kl. 11.00 Hátíðarmessa
6. nóvember kl. 20 Mater Dei - tónleikar Dómkórsins í Seltjarnarneskirkju, frumflutningur á kórverkum eftir Báru Grímsdóttur, Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Gylfa Gudjohnsen. Aðgangseyrir 2000 kr / 1000 kr fyrir námsmenn, öryrkja og eldri borgara. Hér má nálgast frekar upplýsingar um viðburðinn.
The Cathedral's Music Days will be held for the 34th time this year. Below is the program.
30. október kl. 11.00 Mass
31. október kl. 20.00 Psalm Compilation (Sálmasyrpa)
1. nóvember kl. 20.30 Ólafur Elíasson plays Bach Das wohltempierte Klavíer
3. nóvember kl. 18.00 Concert - the Choir of Menntaskólans í Reykjavík
3. nóvember kl. 20.00 Organ concert – students of the National Church Music School
6. nóvember kl. 11.00 Mass
6. nóvember kl. 20 Mater Dei - Concert with Dómkórinn (the Cathedral's Choir) in Seltjarnarneskirkja, premiere of works by Bára Grímsdóttir, Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Gylfa Gudjohnsen. Admission 2000 kr / 1000 kr for students and senior citizens. Here you can find more information on that event.